04.08.2020 21:33

mótið 2020

Nýar myndir frá mótinu 2020 í myndaalbúminu

02.08.2020 18:23

sjóakmót

 Ágæti veiðifélagi
Næst síðasta mótið í mótaröðinni 2020 verður hjá SjóAk. Spennan í Íslandsmótinu er í algleymingi og nú fer hver að verða
síðastur að safna stigum. Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum.
Því miður verður EKKI boðið upp á eins dags veiði að svo stöddu. Mótsskrá
Fimmtudagur 13. ágúst 2020
Kl. 20:00 Lions salurinn, súpa í boði SjóAk. Kl. 20:30 Mótssetning í Lions salnum Skipagötu 14 4.hæð. Þátttakendur boðnir velkomnir og mótsgögn afhent. ATH: EKKI POSI Á STAÐNUM
Föstudagur 14. ágúst 2020
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn.
Kl. 14:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt kaffi, kakó og

bakkelsi bíður þín á bryggjunni. Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, www.sjol.is og á bryggjunni morguninn eftir ?

Laugardagur 15. ágúst 2020
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju. Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn. Kl. 13:00 Veiðum hætt, haldið til hafnar, heitt kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni.

Lokahóf SjóAk í sal Rauða krossins Viðjulundi 2. Kl. 20:00 Húsið opnar. Kl. 20:30 Hátíðin sett. Kl. 20:40 Borðhald hefst. Verðlaunaafhending hjá SjóAk. Kl. 23:00 Mótsslit.
Mótsgjald er kr. 15.000,- og innifalinn er einn miði á lokahófið. Aukamiði á lokahóf kostar kr. 5.000,-. Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl.20:00
ATHUGIÐ:

06.07.2020 17:48

mótið 17 og 18 júlí

Þá er komið að mótinu okkar 17 

                              Kæru veiðifélagar

Þá er komið að  Sjóstangaveiðimóti Sjónes sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

 

Fimmtudagur 16. júlí.

Mótið verður sett og mótsgögn afhent  kl. 20:00. í Hótel Cliff

   Matarmikil súpa og brauð  í boði Sjónes.

Frítt í sund báða daganna

Föstudagur 17. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 14:00. 

 Kl. 14: 30 Kaffi og brauð á bryggjunni. 

Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

 

Laugardagur 18. júlí.

Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veiðum hætt kl. 13:00.                                                    Boðið verður uppá makaferð kl 9

Kl  13:30  Tekið verður á móti keppendum, mökum,og  skipstjórum,  með kaffi,og brauði                        á löndunar stað við vigtarskúrinn.  

 

Kl. 19:30  opnar Hótel Cliff   kl 20:00  hefst lokahófið með þriggja rétta  veislumáltíð, og  verðlaunaafhending.

   

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000.- krónur,  og innifalið miði  á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.

 

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð.            Gistimöguleikar

 

Tónspil herbergi                         Sími     477 1580 - 894 1580   Pétur.

Hótel Cliff                                  Sími    865  5868 - hildibrand@hildibrand.com

Hótel Capitano                           Sími    477 1800 - Sveinn

Gistihúsið Siggi Nobb:              Sími    477 1800 - Sveinn

Hildibrand Hótel                        Sími    865  5868 - hildibrand@hildibrand.com                           Gistheimilið við lækinn               Sími     477 2020

Skorrahestar Norðfjarðarsveit  Sími      477 1736 - 848 1990

 

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi föstudaginn 10. júlí.

 

 

Matthías ( sími: 477 1663 , 848 7259 )    Kári  (sími 860 7112 ) 18 júlí

07.06.2020 17:04

Sjór mót

Nú er komið að Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur að boða til næsta aðalmót ársins sem telur til íslandsmeistara Sjól og verður það haldið á Patreksfirði dagana 19. og 20. júní

Skráning keppenda:
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjór um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráning félagsmanna Sjór er á sjorek.is (AÐALMÓT 2020 - SKRÁNING)
Senda póst á sjorek@outlook.com eða senda SMS í 893 4034 (Gústa)

Skráningu lýkur föstudaginn 12. júní, kl. 20:00

Mótsgjald: Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Best er að millifæra mótsgjald á 0528-14-405311 kt. 580269-2149
Einnig er hægt að borga með pening (enginn posi) við mótssetningu


Dagskrá:

Fimmtudagur, 18. júní
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00
Afhending mótsgagna og greiðsla mótsgjalda

Föstudagur, 19. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju.
Kl. 06:00  Haldið til veiða
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kvenfélagið á staðnum býður uppá kaffi og kruðerí við komuna í land

Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar
Borðhald hefst kl. 20:00. Aflatölur dagsins afhentar

Laugardagur, 20. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða og byrjað í höfninni
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 19:00  Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð. Borðhald hefst kl. 20:00. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum
Barinn verður opinn fyrir þá sem langar að kaupa sér veigar

Drykkjarvatn:
Föstudagur: 0,5 ltr. Vatn  0,5 ltr. Coke Cola + Prins pólo
Laugardagur: 0,5 ltr. Vatn  0,5 ltr. Appelsín + Prins pólo
Skipstjórar og aðstoðarmenn ef þeir eru til staðar fá tilbúna nestispakka

Undirmál:
Þorskur og Ufsi <50cm. telst undirmál og skal hann settur í sér bátakar í hverjum báti

Stærstu fiskar:
Hver keppandi safnar saman uppá vír, stærstu fiskum í hverri tegund

Trúnaðarmenn tryggja.
Að nesti, beita, björgunarvesti og ís sé um borð þegar lagt er frá bryggju
Að skiptingar fari fram á bátnum og á réttum tíma
Að tegundaskýrsla sé rétt skráð (kassakvittun)
Að fylgja bátakörum uppá bryggju og sjá til þess að merkingar skili sér á rétt kör
Að sjá til þess að tegundaskýrsla fari með afla bátsins (afhenda hana manni á lyftara)
Að sjá til þess að vel sé skilið við bátinn og að áhöfnin taki öll þátt í þrifunum
Að nestispokar skili sér til baka báða dagana

Mótsstjórar:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður SJÓR: 893 4034
Lúther Einarsson, gjaldkeri SJÓR: 893 4007
Pálmar Einarsson, varaformaður SJÓR: 8933 3378

Bryggjustjóri: Þorgerður Einarsdóttir: 691 0554

Dómnefnd (kærunefnd): Ágústa S. Þórðardóttir, formaður Sjór
Aðrir aðilar eru formenn félaganna eða fulltrúar á þeirra vegum ásamt formanni SJÓL
Tilkynna skal boðaða kæru í 893 4034 og skal kærufundur haldinn á skrifstofu Fiskmarkaðarins

Gistimöguleikar:
Fosshótel Vestfirðir  456 2004
Patreksfjörður Heimagisting (Facebook) brunnar4apartment@gmail.com  866 2679
Sigtún 4 Apartment  698 9913
Stekkaból  Stekkum 19  864 9675
Hótel Vest  Aðalstræti 62  456 5020  892 3414

26.12.2019 17:01

Jólaóskir.

Sjónes óskar öllum gleðilegra jóla og góðs veiðiárs 2020. veiðidagar okkar eru 17 og 18 júlí og 30 ágúst.
  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 202256
Samtals gestir: 46314
Tölur uppfærðar: 21.9.2020 13:40:58